Erill á Ísafirði en rólegt á Akureyri

Mikill mannfjöldi hefur sótt Ísafjörð heim um helgina, m.a. vegna …
Mikill mannfjöldi hefur sótt Ísafjörð heim um helgina, m.a. vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Mikill erill var hjá lögreglu a Ísafirði í nótt en þar lauk rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður. Töluverð ölvun var í bænum og eitthvað um slagsmál og sitja fjórir í fangageymslum lögreglu eftir nóttina. Engin alvarleg atvik komu þó upp. Mikill mannfjöldi er í bænum en lögregla segir ómögulegt að giska á hversu margir gestir eru þar.

Töluverður mannfjöldi er einnig á Akureyri þar sem met hafa verið setti í aðsókn að skíðasvæðum á undanförnum dögum. Rólegt var þó hjá lögreglu þar í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert