Fangageymslur fullar í Reykjavík

Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Mikið var um útköll vegna ölvunar, hávaða og slagsmála. Einn var fluttur á slysadeild eftir slagsmál í heimahúsi við Miklubraut í gærkvöldi og er einn í haldi lögreglu vegna þess máls.

Þá eru fjórir menn enn í haldi lögreglu vegna húsbrots og líkamsárása í Breiðholti um miðjan dag í gær. Talið er að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla hefur enn ekki haft uppi á fleiri mönnum vegna málsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert