Grunur um íkveikju í Sirkushúsinu

Eldur kom upp í gömlu húsi við Klapparstíg í Reykjavík um klukkan hálf sex í morgun.  Skemmtistaðurinn Sirkus var áður í húsinu en honum var lokað fyrr á þessu ári og hefur húsið staðið autt síðan. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs gekk slökkvistarf vel m.a. vegna þess að heitavatnslögn hafði rofnað í húsinu og er talið að vatn frá henni hafi haldið aftur af eldinum. Grunur er um íkveikju en eldsupptök voru í eldhúsi hússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert