Hátíðarstemnig á Siglufirði

Sann­kölluð hátíðarstemn­ing er nú á Sigluf­irði bæði vegna páska­hátíðar­inn­ar og þess að á föstu­dag­inn langa var sprengt í gegn í Héðins­fjarðargöng­um. 

Mik­il aðsókn hef­ur verið að skíðasvæðinu í Siglu­fjarðarsk­arði nú um páska­helg­ina. Þar er nú sól og blíða og mik­ill fjöldi heima­manna, brott­fluttra Sigl­f­irðinga og annarra gesta. Þrjár skíðalyft­ur eru keyrðar í fjall­inu og boðið upp á ýms­ar skemmt­an­ir. 

Fjöl­marg­ir hófu páska­dag­inn á Sigluf­irði með páska­dags­messu klukk­an átta í morg­un og með morgunkaffi í safnaðar­heim­il­inu að lok­inni messu.

Þykir það ýta enn frek­ar und­ir hátíðarstemn­ing­una í bæn­um að á föstu­dag­inn langa var sprengt í gegn í Héðins­fjarðargöng­um. Var þá sprengt í Héðins­fjörð Siglu­fjarðarmeg­in en vinnu­flokk­ur fær­ir sig nú yfir og byrj­ar að sprengja sig á móti vinnu­flokki sem er að störf­um Ólafs­fjarðarmeg­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert