Kolmunna landað á Akranesi

Fyrsta kolmunaafla ársins var landað til bræðslu á Akranesi á skírdag er Ingunn Ak kom í land með 1400 tonn af kældum kolmunna frá Rockhallsvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Verkalýðsfélags Akraness.

Að sögn skipverja var tíðarfarið á miðunum nokkuð gott og mun Ingunn aftur halda til veiða strax eftir páska. Væntanlega munu Lundey og Faxi þá einnig fara á Rockhallsvæðið en öll eru þessi skip í eigu HB Granda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka