Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf., gerir alvarlegar athugasemdir við starfshætti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í viðtali í Morgunblaðinu í dag og nefnir nokkur dæmi um verkefni sem stofnunin hafi hlaupið frá í miðjum klíðum. Telur hann jafnframt að öðrum sé ekki fylgt nægilega vel eftir og sitji heimamenn þá eftir með óleystan vanda.
Hann segir að starfsemi ÞSSÍ hafi lítið breyst frá stofnun hennar 1982. Íslendingar fáist einkum við smá og auðveld verkefni sem hafi lítil áhrif í samfélaginu. Segir hann að Íslendingar komi jafnvel á fót stofnunum sem verði byrði á þegnum þeirra ríkja sem aðstoðina þiggja.