„Upprisan tákn gleði og vonar"

Madison Tuttle þriggja ára leitar páskaeggja í Austin í Bandaríkjunum
Madison Tuttle þriggja ára leitar páskaeggja í Austin í Bandaríkjunum AP

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, sagði í páska­pre­dik­un sinni í Dóm­kirkj­unni í morg­un að frétt­in af upprisu hins kross­festa Krists sé enn upp­spretta gleði og von­ar. Hann sagði okk­ur öll þekkja það að vakna á erfiðum morgn­um og að fá frétt­ir sem skeki til­ver­una.

Þá sagði hann frétt­ir und­an­far­inna daga vera af því tagi enda hafi þær að mestu snú­ist um fjár­mál og gengi, hrun og svarta daga. Frétt páskamorg­uns­ins sé hins veg­ar frétt von­ar  og bjart­sýni. Skoðanir séu og hafi alltaf verið skipt­ar um það hver merk­ing frétt­ar­inn­ar af upprisu Krists sé en að hún hafi þó heillað fólk um ald­ir og veitt því gleði og von.

Karl sagði upprisuna marka af­drifa­rík­ustu um­skipti í sögu mann­kyns­ins og að kross­inn sé tákn sem menn geti staðsett sig með er þeir standi frammi fyr­ir þeim rauna­spurn­ing­um sem mæti hverj­um ein­stak­lingi og hverju sam­fé­lagi á öll­um tím­um. Kross­inn minni einnig á kröfu Krists um kær­leika og fyr­ir­gefn­ingu og sé ei­líf ögr­un við alla þá sem séu fast­ir í fíkn og lífs­flótta af öllu tagi.  

Sagði Karl, að líf og boðskap­ur Krists ögri þeim hugs­un­ar­hætti sem áskilji sér ský­laus­an rétt og kröfu á hend­ur líf­inu og ná­ung­an­um, mönn­um og mátt­ar­völd­um, að hafa það gott og njóta lífs­ins hvað sem það kost­ar. Slík lífsafstaða og lífs­máti hafi sýnt sig ógna lífi og framtíðar­heill heims­ins alls.

„Loks er kross­inn áminn­ing um boðskap hins kross­festa um að við höf­um val, að hver og einn get­ur snúið af óheilla­braut og tekið hátta­skipt­um, við erum ekki of­urseld ör­lög­um og ytri aðstæðum. Við erum frjáls til að iðrast og fyr­ir­gefa, við erum frjáls til að ját­ast líf­inu. Þrátt fyr­ir allt. Þetta seg­ir kross­inn, kross Jesú, sem reis upp af dauðum," sagði Karl Sig­ur­björns­son.

Pé­dik­un bisk­ups Íslands

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert