Umferðarslys varð á Reykjanesbraut rétt vestan við Vogaveg um klukkan 1 í nótt. Þar fór fólksbíll nokkrar veltur eftir brautinni. Allir í bílnum, ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir með sjúkrabíl á Landsspítalann við Fossvog.
Lögreglan á Suðurnesjum segir að talið sé að ökumaður bílsins hafi talið sig vera á tvöfaldri akrein og ekið á vinstri akrein en brugðið þegar bíll kom á móti og rykkt í stýrið og bíllinn þá oltið.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Þá fannst um eitt gramm af meintu hassi í bilnum.