Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði, Þrengslum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast autt þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.
Á Norðurlandi eru vegir sömuleiðis auðir víðast hvar. Þó eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og eins nokkrum fáfarnari leiðum.
Á Norðaustur- og á Austurlandi eru hálkublettir, hálka á heiðum á
Austurlandi. Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir.
Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir nokkuð víða og eru
flutningsaðilar beðnir að kynna sér það nánar.
Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið.
Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi.
Vegfarendur eru minntir á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega er fólk beðið um að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Mikilvægt er að virða hraðatakmarkanir.