Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi

Manna­bein fund­ust á víðavangi í Kjós­ar­hreppi um kvöld­mat­ar­leytið í gær. Fram kem­ur á heimasíðu Kjós­ar­hrepps, að beina­fund­ur­inn var þegar til­kynnt­ur til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Um var að ræða hauskúpu, tíu til þrjá­tíu ára gamla sam­kvæmt fyrstu vís­bend­ing­um. Talið er að hauskúp­an sé af konu.

Lög­reglu­menn úr tækni­deild lög­regl­unn­ar komu á svæðið um klukk­an 23 i gær­kvöldi  og ljósa­bíll frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins mætti  til að lýsa upp vett­vang. Ákveðið var að fresta ýt­ar­legri rann­sókn á vett­vangi til morg­uns þar sem ekk­ert fleira hefði komið í ljós. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fann maður sem var þarna á ferð bein­in og til­kynnti lög­reglu um fund­inn. Lækn­ir sem skoðaði bein­in staðfesti að um væri að ræða hluta úr höfuðkúpu. Málið er í rann­sókn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert