Mótmælir línulögnum í landi Hafnarfjarðar

Samtökin Sól í Straumi skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna tilleitan Landsnets um að loftlínur fyrir álver í Helguvík fari í gegnum bæjarlandið. Segja samtökin að þegar tekist var á um stækkun álversins í Straumsvík hafi komið í fram gríðarleg andstaða við línumannvirkin sem til hefði þurft.

„Ef álver rís í Helguvík þarf umfangsmikla orkuflutninga í gegnum fjölmörg sveitarfélög sem eiga þessvegna ríkra hagsmuna að gæta. Auk Hafnarfjarðar þyrftu Vogar, Grindavík, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Ölfus að breyta skipulagi. Hvað Hafnarfjörð varðar þá væri um að ræða breytingu sem innifelur hluta af þeim áformum sem Hafnfirðingar hafa nú þegar hafnað með lýðræðislegum hætti. Af virðingu við íbúa og kjósendur er þess krafist að öllum tillögum um loftlínur fyrir hugsanlegt álver í Helguvik verði alfarið hafnað," segir í tilkynningu frá Sól í Straumi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka