„Ein branda á net“

mbl.is/Sigurður Kristjánsson.

Halldór Árnason, bóndi í Garði í Mývatnssveit, tekur silung úr neti sem hann er með undir ísnum á vatninu, og tíkin Doppa sýnir mikinn áhuga á fengnum.

Halldór segist hafa verið með allt að tíu net undir ísnum í vetur, en núna séu aðeins tvö eftir - „bara til að fá í matinn.“

Ekki hefur verið nein mokveiði, segir Halldór, eða „að jafnaði tíu fiskar á dag, það er ein branda á net.“

Aflinn er ýmist reyktur eða seldur, og segir Halldór að kúnnahópurinn hafi frá upphafi verið sá sami.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert