Innheimtu verndartoll

Lög­regl­an hef­ur staðfest að um skipu­lagða árás var að ræða þegar sjö slösuðust í árás tíu til tólf manna hóps inni á heim­ili í Breiðholt­inu á laug­ar­dag. Ligg­ur einn enn al­var­lega slasaður, m.a. með slæma áverka á höfði og saman­fallið lunga. Voru árás­ar­menn­irn­ir m.a. vopnaðir járn­stöng­um, slag­hömr­um, sleggju og exi. Virðist sem árás­ar­menn­irn­ir hafi verið að inn­heimta vernd­artoll.

Fjór­ir menn eru í haldi lög­reglu, all­ir Pól­verj­ar, og eru þeir sem urðu fyr­ir árás­inni einnig pólsk­ir. Lög­regl­an leit­ar enn sex til átta manna sem tóku þátt í árás­inni.

Ná­grann­ar gerðu lög­reglu viðvart um árás­ina, og voru árás­ar­menn horfn­ir af vett­vangi þegar lög­regla kom á staðinn. Vitni höfðu náð bíl­núm­eri annarr­ar tveggja bif­reiða sem notaðar voru í árás­inni, og sat lög­regl­an fyr­ir brota­mönn­un­um á Reykja­nes­braut, á Strand­ar­heiði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert