Innheimtu verndartoll

Lögreglan hefur staðfest að um skipulagða árás var að ræða þegar sjö slösuðust í árás tíu til tólf manna hóps inni á heimili í Breiðholtinu á laugardag. Liggur einn enn alvarlega slasaður, m.a. með slæma áverka á höfði og samanfallið lunga. Voru árásarmennirnir m.a. vopnaðir járnstöngum, slaghömrum, sleggju og exi. Virðist sem árásarmennirnir hafi verið að innheimta verndartoll.

Fjórir menn eru í haldi lögreglu, allir Pólverjar, og eru þeir sem urðu fyrir árásinni einnig pólskir. Lögreglan leitar enn sex til átta manna sem tóku þátt í árásinni.

Nágrannar gerðu lögreglu viðvart um árásina, og voru árásarmenn horfnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Vitni höfðu náð bílnúmeri annarrar tveggja bifreiða sem notaðar voru í árásinni, og sat lögreglan fyrir brotamönnunum á Reykjanesbraut, á Strandarheiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert