Svaf í brennandi húsi

Slökkvilið við húsið við Hverfisgötu fyrr á þessu ári.
Slökkvilið við húsið við Hverfisgötu fyrr á þessu ári. mbl.is/Júlíus

Eld­ur kom upp í gömlu yf­ir­gefnu húsi við Hverf­is­götu í nótt, en að sögn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins var búið að kveikja í drasli og timbri á fyrstu hæð húss­ins.

Ekki var  um mik­inn eld að ræða og vel gekk að slökkva eld­inn en þegar slökkviliðsmenn fóru upp á efri hæðina til þess að ganga úr skugga um að eng­inn væri í hús­inu fannst maður sof­andi á efstu hæð húss­ins. 
Að sögn slökkviliðsins hefði getað farið illa, en oft er brot­ist inn í yf­ir­gef­in hús á þessu svæði. 

Útkallið barst um hálft­völeytið í nótt og var lið frá tveim­ur stöðvum sent að Hverf­is­götu 32-34, en slökkviliðið hef­ur nokkr­um sinn­um áður sinnt út­köll­um að þessu húsi.   

Klukk­an hálf­fimm í nótt fékk slökkviliðið út­kall að Smiðju­vegi þar sem kveikt hafði verið í tveim bíl­um, en bíl­arn­ir eru mikið skemmd­ir, að sögn slökkviliðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert