Tugir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Blönduósi hafði afskipti af 40 ökumönnum vegna hraðaksturs á milli 12 og 19 í gær. Helmingur ökumannanna voru teknir á Þverárfjallsvegi, og þar var einn tekinn á 140 km hraða.

Að sögn varðstjóra voru flestir ökumannanna teknir á 105 til 113 km hraða. Hann segir að það hafi komið á óvart hversu margir hafi ekið jafn greiðlega og raun beri vitni á Þverárfjallsvegi, en margir óku þar á 120-130 km hraða. Hámarkshraðinn þar er hins vegar 90 km á klst.  Aðrir voru stöðvaðir á þjóðvegi 1. 

Sem fyrr segir mældist sá sem hraðast ók á 140 km hraða á Þverárfjallsvegi. Um er að ræða stúlku um tvítugt. Henni var gert að greiða 67.000 kr. í sekt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert