Forstjóri Haga, Finnur Árnason, segir að framundan séu hækkanir á matvælum. Innflutt matvæli muni hækka um 20% en einnig muni innlend framleiðsla hækka í verði vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Að sögn Finns hefur verð á kjöti þegar hækkað en mjólkurvara eigi eftir að hækka. Þetta kom fram í viðtali við Finn á Rás 1 í morgun.
Fram kom í viðtalinu við Finn að hann vill að innflutningur á kjúklingum, svínakjöti og eggjum verði gefinn frjáls.