Áhyggjur af Íslandi aukast

Skyndi­leg og óvænt hækk­un Seðlabank­ans á stýri­vöxt­um sín­um í gær hef­ur aukið áhyggj­ur manna af því að Ísland gæti orðið fyrsta landið til að fara illa út úr þeim erfiðleik­um sem nú eru á fjár­mála­mörkuðum heims­ins. Þetta seg­ir í frétt á frétta­vef breska viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times (FT) í gær­kvöldi þar sem fjallað er um ákvörðun Seðlabank­ans að hækka stýri­vexti sína um 1,25 pró­sentu­stig.

Seg­ir í frétt FT að hröð veik­ing krón­unn­ar að und­an­förnu hafi orðið til þess að tals­menn Seðlabank­ans hafi talað óvenju ákveðið um það að hætta væri á víxl­hækk­un­um verðlags, launa og verðs á er­lend­um gjald­eyri, ef ekk­ert verði að gert. Er haft eft­ir Ingi­mundi Friðriks­syni seðlabanka­stjóra að tím­inn einn muni leiða í ljós hvort aðgerðir bank­ans muni skila til­ætluðum ár­angri.

Í frétt FT seg­ir að á sama tíma og traust alþjóðlegra fjár­festa á Íslandi hafi minnkað um­tals­vert hafi ís­lensk­ir stjórn­ar­mála­menn og hag­fræðing­ar reynt að full­vissa markaðsaðila um styrk­leika ís­lensks efna­hags­lífs. Þá er haft eft­ir Rich­ard Portes, pró­fess­or við London School of Economics, sem á síðasta ári skrifaði skýrslu um ís­lenskt efna­hags­líf að hann hvetji menn til að kynna sér raun­veru­lega stöðu mála á Íslandi. Verið sé að taka á of­hitn­un hag­kerf­is­ins og dregið hafi úr hag­vexti. Þá hafi viðskipta­hall­inn, sem marg­ir telji að sé helsta rót vand­ans, minnkað mikið. Auk þess sé staða bank­anna sterk sam­kvæmt alþjóðleg­um mæli­kvörðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert