Byrjað að ryðja fyrir byggð í Reynisvatnsási

Framkvæmdir eru hafnar við gatna- og holræsagerð í Reynisvatnsási í Grafarholti.

Á svæðinu, sem þekur um 10 hektara, eða 100.000 fermetra, er ráðgert að byggja 106 íbúðir og er áætlað að ljúka gatnagerð í október. Verður einnig gerð tengibraut inn á Hólmsheiði.

Deilur urðu um byggingarsvæðið vegna skógræktar sem þar er fyrir og myndar hluta af græna treflinum svokallaða, en Reykjavíkurborg lét gróðursetja tré á svæðinu fyrir um 15 árum. Skógrækt ríkisins gerði athugasemdir við skipulagsáætlanir og benti á þá kröfu laganna að framkvæmdaaðili bæti með skógrækt annars staðar þann skóg sem fer undir nýja hverfið.

Í þeim framkvæmdum sem nú standa yfir er þess gætt að hrófla sem minnst við trjágróðri á lóðum og starfsmenn umhverfissviðs sjá um að færa þau tré sem eru á götustæðum og þykja lífvænleg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert