Kartöflunni kippt inn í 21. öldina

Í dag var Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhent fyrsta eintakið af  uppskriftabæklingi sem Landssamband kartöflubænda gefur út í tilefni af ári kartöflunnar. 

Fram kemur í tilkynningu að fjölmenni hafi verið var á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri þar sem bæklingurinn var kynntur og gestir fengu að smakka á 10 kartöfluréttum sem finna má uppskriftir af í bæklingnum.  Bæklingurinn mun liggja frammi í matvöruverslunum án endurgjalds fyrir þá sem vilja kynnast nýjum hliðum á kartöflunni.

„Það má segja að með þessum uppskriftum viljum við kippa kartöflunni inn í 21. öldina. Það kunna allir að sjóða og baka, en færri hafa kynnst kartöflubrauði og súkkulaðikökum sem gerðar eru úr kartöflum“ segir Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, í tilkynningu.

Í bæklingnum eru uppskriftir af saltfiskrétti, humarsúpu, gerbrauði, kartöflugratínu, fjallagrasabrauði, kartöfluböku, kanilköku, súkkulaðiköku, skyrköku og  konfekti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert