Kartöflunni kippt inn í 21. öldina

Í dag var Ein­ari K. Guðfinns­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, af­hent fyrsta ein­takið af  upp­skrifta­bæklingi sem Lands­sam­band kart­öflu­bænda gef­ur út í til­efni af ári kart­öfl­unn­ar. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að fjöl­menni hafi verið var á veit­ingastaðnum Friðriki V á Ak­ur­eyri þar sem bæk­ling­ur­inn var kynnt­ur og gest­ir fengu að smakka á 10 kart­öflu­rétt­um sem finna má upp­skrift­ir af í bæk­lingn­um.  Bæk­ling­ur­inn mun liggja frammi í mat­vöru­versl­un­um án end­ur­gjalds fyr­ir þá sem vilja kynn­ast nýj­um hliðum á kart­öfl­unni.

„Það má segja að með þess­um upp­skrift­um vilj­um við kippa kart­öfl­unni inn í 21. öld­ina. Það kunna all­ir að sjóða og baka, en færri hafa kynnst kart­öflu­brauði og súkkulaðikök­um sem gerðar eru úr kart­öfl­um“ seg­ir Berg­vin Jó­hanns­son, formaður Lands­sam­bands kart­öflu­bænda, í til­kynn­ingu.

Í bæk­lingn­um eru upp­skrift­ir af salt­fisk­rétti, humarsúpu, ger­brauði, kart­öflugratínu, fjalla­grasa­brauði, kart­öflu­böku, kanil­köku, súkkulaðiköku, skyr­köku og  kon­fekti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka