Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi

Breska rannsóknarfyrirtækið Jane's hefur birt niðurstöður úr rannsókn á stöðugleika og hagsæld 235 landa en rannsóknin stóð yfir í ár. Ísland er í 16. sæti á listanum en Páfagarður er í efsta sætinu, Svíþjóð í 2. sæti og Lúxemborg í því þriðja.

Minnstur er stöðugleikinn að mati Jane's á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum, í Sómalíu og Afganistan.

Listinn yfir bestu ríkin að mati Jane's er eftirfarandi:

  1. Páfagarður
  2. Svíþjóð
  3. Lúxemborg
  4. Mónakó
  5. Gíbraltar
  6. San Marínó
  7. Liechtenstein
  8. Bretland
  9. Holland
  10. Írland
  11. Nýja-Sjáland
  12. Danmörk
  13. Austurríki
  14. Andorra
  15. Þýskaland
  16. Ísland
  17. Sviss
  18. Portúgal 
  19. Ástralía
  20. Noregur
  21. Malta 
  22. Frakkland
  23. Kanada
  24. Bandaríkin
  25. Belgía
  26. Spánn
  27. Ítalía
  28. Japan
  29. Finnland
  30. Tékkland
  31. Samóa
  32. Falklandseyjar
  33. Singapúr
  34. Guam
  35. Slóvakía
  36. Anguilla
  37. Kýpur
  38. Katar
  39. Montserrat
  40. Kosta Ríka
  41. Grikkland
  42. St Pierre and Miq
  43. Sameinuðu arabísku furstadæmin
  44. Caymaneyjar
  45. Bandarísku Samoaeyjar
  46. Jómfrúreyjar
  47. Pólland
  48. St. Lucia
  49. Óman 
  50. Norður-Marianaeyjar

Vefsíða Jane's

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert