Rannsókn á grófri líkamsárás í heimahúsi í Keilufelli í Breiðholti um liðna helgi er forgangsmál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, enda er það litið mjög alvarlegum augum. Lögregla handtók karlmann í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna málsins og hefur lýst eftir öðrum manni.
Fyrir liggur að um skipulagða árás tíu til tólf vopnaðra manna var að ræða og er talið að þeir hafi verið að innheimta einhvers konar verndartoll. Sjö slösuðust, þar af einn alvarlega. Nokkurra árásarmanna er enn leitað.
Í sjónvarpi mbl er einnig fjallað um þróun krónunnar. Segir sérfræðingur Morgunblaðsins að hugsanlegt sé að vextir verði hækkaðir enn meira eða jafnvel í allt að 20%.
Aðrar helstu fréttir eru:
Fimm saknað eftir að hús í Álasundi hrundi
Harðir bardagar í Basra
Tugþúsundir hafa skilað skattframtölum - síðasti skiladagur í dag
Pamela ein á ný