Þrjár líkamsárásir kærðar í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Þrjár lík­ams­árás­ir voru kærðar til lög­reglu í Vest­manna­eyj­um yfir páska­hátíðina og var í öll­um til­vik­um um minni­hátt­ar áverka að ræða.  Tvær þeirra áttu sér stað á skemmtistöðum bæj­ar­ins, önn­ur á veit­ingastaðnum Lund­an­um þar sem maður var skallaður í and­litið en hin á veit­ingastaðnum Dríf­anda þar sem ósætti varð á milli tveggja manna sem endaði með handa­lög­mál­um.  Þriðja árás­in átti sér stað í heima­húsi sem endaði með því að sá sem fyr­ir árás­inni varð þurfti að leita til lækn­is vegna áverka sem hann fékk.

Það var í nógu að snú­ast hjá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um um páska­hátíðina, sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.  Hátt í 20 ung­mönn­um vísað út af skemmtistöðum bæj­ar­ins þar sem þau höfðu ekki ald­ur til að vera þar inni.  Fjöldi bif­reiða voru stöðvaðar til að kanna með ástand öku­manna en um þess­ar mund­ir stend­ur yfir landsátak lög­reglu með ölv­un­ar- og fíkni­efna­akstri.

Þrjú eigna­spjöll voru kærð en um er að ræða rúðubrot í Ráðhúsi bæj­ar­ins þann 17. mar sl. en þar voru að verki nokk­ur börn.  Aðfaranótt 19. mars sl. var rúða brot­in í hús­næði Ísland­s­pósts v/ Vest­manna­braut. Ekki er vitað hver þarna var að verki en lög­regl­an hvet­ur þá sem ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar hafa um að hafa sam­band.  Aðfaranótt 24. mars sl. var lög­reglu til­kynnt um að hurð hafi verið spörkuð upp að Miðstræti 16 þannig að karm­ur henn­ar losnaði. Ekki hafði verið farið inn í húsið. Lög­regl­an hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hver þarna var að verki og ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um hver þarna gæti hafa átt hlut að máli.

Einn þjófnaður var kærður til lög­reglu í vik­unni sem leið og átti hann sér stað við Höll­ina aðfaranótt 22. mars sl. en farið hafði verið inn í bif­reið sem stóð við Höll­ina og stolið úr henni m.a. fram­hlið af geislaspil­ara og sólgler­aug­um.  Eru þeir sem ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar hafa um hver, eða hverj­ir þarna voru að verki vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu.

Af um­ferðar­mál­um er það að frétta að alls voru 9 öku­menn kærðir vegna brota á um­ferðarlög­um.  Einn af þess­um öku­mönn­um er grunaður um að hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is en sá hinn sami hafði lent í um­ferðaró­happi skömmu áður.  Þrír öku­menn fengu sekt fyr­ir ólög­lega lagn­ingu, þrír fyr­ir að vera ekki með öku­skír­teini meðferðis og einn fyr­ir brot biðskyldu­brot.  Þá var einn ökumaður sektaður fyr­ir að vera með of marga farþega í bif­reið sinni.

Þrjú um­ferðaró­höpp voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar í vik­unni.  Í tveim­ur til­vik­um var um minni­hátt­ar óhöpp að ræða en í einu til­viki var um tölu­vert harðan árekst­ur að ræða þar sem bif­reið var ekið á kyrr­stæða bif­reið í Búhamri.  Þrír ung­ir menn voru í bif­reiðinni og þurftu þeir all­ir að leita lækn­isaðstoðar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­manna­eyja.  Meiðsl þeirra reynd­ust hins veg­ar ekki vera al­ver­leg.  Önnur bif­reiðin er tölu­vert skemmd og var óöku­fær eft­ir óhappið, sam­kvæmt dag­bók lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka