Víða hálka og skafrenningur

Á Suðurlandi er víða hálka og hálkublettir. Hálka á Hellisheiði, hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Á Suðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og skafrenningur er í kringum Vík.

Á Vesturlandi og á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir víðast hvar. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært um Klettsháls og stendur mokstur yfir á þessum leiðum. Á Norðurlandi er víða hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur, mokstur stendur yfir á öllum leiðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert