Utanríkisráðuneytið í samvinnu við Efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöld á Barbados stóð í fyrradag fyrir ráðstefnu á Barbados undir yfirskriftinni „Alþjóðleg samvinna á sviði sjálfbærrar þróunar – samstarf Íslands og smáeyþróunarríkja í Karíbahafi“.
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer fyrir íslensku sendinefndinni og mun eiga fundi með starfsystkinum sínum, vara-aðalritara SÞ og framkvæmdastjóra svæðisskrifstofu UNIFEM. Fulltrúar 16 þróunarríkja í Karíbahafi sækja ráðstefnuna, auk fulltrúa frá SÞ þar á meðal vara-aðalframkvæmdastjóra stofnunarinnar, Sha Zukang, sem fer með málefni sjálfbærrar þróunar og þróunarmála.
Markmiðið með ráðstefnunni er að leggja grunn að frekari þróunarsamvinnu og samstarfi við ríkin á svæðinu. Er fyrst og fremst um að ræða verkefni sem ríkin sjálf telji að beri að njóti forgangs og þar sem staða Íslands er sterk, svo sem í sjávarútvegs- og orkumálum.
Af hálfu Íslands taka þátt í ráðstefnunni, auk utanríkisráðstefnunnar, Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Sjávarútvegsskóli og Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Útflutningsráð Íslands. Nokkur íslensk fyrirtæki tengd orku- og sjávarútvegi taka einnig þátt og munu eiga fundi skipulagða af Útflutningsráði með viðskiptaaðilum á svæðinu.