Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að einhugur sé í borgarstjórninni og að nú sé meiningin að eyða tugum miljónum í að hreinsa miðborgina og gera átak í því að fá eigendur húsa í miðborginni til að bregðast við þeirri niðurníðslu sem blasir við.
„Ef að einstaka húseigendur ansa ekki okkar óskum munum við beita öllum þeim úrræðum sem við höfum til að knýja þá til að gera það," sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.