Bílstjórar hætta aðgerðum

mbl.is/Júlíus

At­vinnu­bíl­stjórn­ar hafa hætt aðgerðum í Ártúns­brekku og opnað fyr­ir um­ferð í báðar átt­ir að nýju. Lög­regla kom á staðinn um hálfri stundu eft­ir að tug­um vöru­flutn­inga­bíla var lagt á göt­una en með aðgerðunum vildu bíl­stjór­arn­ir mót­mæla háu eldsneytis­verði og aðgerðal­eysi stjórn­valda.

Einn úr hópi bíl­stjóra sagði, að aðgerðum sem þess­um yrði haldið áfram, hugs­an­lega dag­lega, ef ekk­ert yrði að gert.

Lang­ar bíl­araðir mynduðust á Vest­ur­lands­vegi og Miklu­braut og gætti áhrifa lok­un­ar at­vinnu­bíl­stjór­anna niður í miðborg­ina.

Lögreglan ræðir við fulltrúa bílstjóra í Ártúnsbrekku.
Lög­regl­an ræðir við full­trúa bíl­stjóra í Ártúns­brekku. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert