Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta

Kannað verður hvort léttlestarsamgöngur séu hagkvæmar í Reykjavík.
Kannað verður hvort léttlestarsamgöngur séu hagkvæmar í Reykjavík.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti í dag að kanna hvort hag­vkæmt sé að koma á lest­ar­sam­göng­um milli miðborg­ar Reykja­vík­ur og Kefla­vík­ur ann­ars veg­ar. Einnig verður kannað hvort létt­lest­ar­sam­göng­ur inn­an Reykja­vík­ur séu hag­kvæm­ar.

Í til­lög­unni, sem samþykkt var á fundi borg­ar­ráðs í dag, seg­ir að í ljósi breyt­inga á eldsneytis­verði í heim­in­um, þétt­ing­ar byggðar, um­hverf­isþátta og áherslu á nýt­ingu inn­lendra orku­gjafa í sam­göng­um feli borg­ar­ráð um­hverf­is- og sam­göngu­sviði að kanna hag­kvæmni þess og fýsi­leika að koma á lest­ar­sam­göng­um milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Miðborg­ar Reykja­vík­ur ann­ars veg­ar og létt­lest­ar­kerf­is í Reykja­vík hins veg­ar.

Við út­tekt­ina verði end­ur­skoðaðar og upp­færðar fyrri út­tekt­ir sem unn­ar hafa verið um lest­ar­sam­göng­ur á veg­um borg­ar­inn­ar og fjár­hags-, um­hverf­is- og skipu­lagsþætt­ir greind­ir. Enn­fem­ur verði lagðar fram upp­lýs­ing­ar um kostnað vegna rekstr­ar lesta milli Reykja­vík­ur/​Kefla­vík­ur og rekstr­ar létt­lesta á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert