Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð

Líkan af fyrirhugaðri Bakkafjöru.
Líkan af fyrirhugaðri Bakkafjöru. mbl.is/Ásdís

Magnús Krist­ins­son, kaup­sýslumaður í Vest­manna­eyj­um, skrif­ar grein í Eyja­blaðið Frétt­ir í dag þar sem hann var­ar við því að byggja ferju­höfn í Bakka­fjöru. Seg­ir hann þá fram­kvæmd vera van­hugsaða og skili Eyja­mönn­um ekki því ör­yggi og þeim sam­göngu­bót­um sem þeir þurfi á að halda.

„Fróðir menn segja mér að erfitt verði að koma upp ör­uggri höfn í Bakka­fjöru og þó það tak­ist stytt­ir það ekki ferðatíma með ásætt­an­leg­um hætti. Í Bakka­fjöru eig­um við enn ófarna um 120 km til Reykja­vík­ur. Ferða­tím­inn milli Reykja­vík­ur og Vest­manna­eyja verður þá aldrei und­ir tveim­ur til tveim­ur og hálfri klukku­stund. Kostnaður er ekki lít­ill, að þurfa að keyra langt aust­ur á Rang­ár­velli til þess eins að kom­ast í skip.

Ég skora á Eyja­menn að flykkja sér um þá hug­mynd sem lengi hef­ur verið á floti, að byggja upp nýju haf­skipa­höfn­ina ut­an­vert við Eiðið; viðlegukant sem geti tekið við stærstu skip­um. Þessi höfn myndi stytta ferðatím­ann úr Eyj­um í land um 15 mín­út­ur," seg­ir Magnús m.a.

Seg­ist hann ekki í vafa um að end­ur­bæt­ur á höfn í Vest­manna­eyj­um myndu nýt­ast langt um bet­ur en höfn í Bakka­fjöru. „Þarna gæti orðið nýr viðkomu­staður skemmti­ferðaskipa og þannig örvað ferðaþjón­ustu hér. Við yrðum ekki leng­ur háð því, að ein­ung­is minni frakt­skip geti komið til Vest­manna­eyja. Öflug­ur og hraðskreið­ur Herjólf­ur er eðli­leg krafa Eyja­manna og í nauðsyn­leg­um hafn­ar­bót­um í Eyj­um felst fram­tíðar­lausn, önd­vert við hug­mynd­ina um höfn í Bakka­fjöru. Þar er stefnt í strand."

Grein Magnús­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert