Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts

Talsmaður neyt­enda seg­ir að hús­eig­end­ur eigi ekki að bera kostnað af förg­un óum­beðins papp­írs,  sem bor­inn er í hús. Kom umboðsmaður þess­ari skoðun á fram­færi á fundi með nefnd, sem sem fjall­ar um aðgerðir til þess að draga úr úr­gangi vegna óum­beðins prent­papp­írs.

Fram kem­ur á heimasíðu tals­manns neyt­enda, að ekki sé rétt­látt að neyt­end­ur bæru kostnað af fríblöðum og fjöl­pósti sem þeim bær­ist - jafn­vel þótt þeir hefðu ekki nýtt sér rétt sinn til þess að afþakka þær send­ing­ar.

Heimasíða tals­manns neyt­enda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert