Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts

Talsmaður neytenda segir að húseigendur eigi ekki að bera kostnað af förgun óumbeðins pappírs,  sem borinn er í hús. Kom umboðsmaður þessari skoðun á framfæri á fundi með nefnd, sem sem fjallar um aðgerðir til þess að draga úr úrgangi vegna óumbeðins prentpappírs.

Fram kemur á heimasíðu talsmanns neytenda, að ekki sé réttlátt að neytendur bæru kostnað af fríblöðum og fjölpósti sem þeim bærist - jafnvel þótt þeir hefðu ekki nýtt sér rétt sinn til þess að afþakka þær sendingar.

Heimasíða talsmanns neytenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert