Góðverkasamtökin Betri Bær þakkar kærlega þau miklu og jákvæðu viðbrögð sem þau fengu í kjölfar málningarátaks og hreinsunar veggjakrots sem þau stóðu fyrir á Laugarveginum í miðborg Reykjavíkur síðast liðna nótt.
„Ætlun okkar er ekki að mæta á hverri nótt og mála yfir veggjakrot heldur er okkar markmið að vekja almenning, íbúðar- og búðareigendur á því að ábyrgðin er í OKKAR höndum, við berum ábyrgð á okkar húsum og eignum og það er á okkar ábyrgð að halda þeim hreinum," segir í tilkynningu frá samtökunum.
Þar segir jafnframt: „Þessi gjörningur okkar var ákveðinn um daginn, ein stutt ferð í málningarvöruverslun og svo 2 klst rölt niður laugaveginn með pensilinn að vopni.
Það tekur oftast innan við mínútu að klína smá málningu yfir krotið. Og ætti að vera lítið mál, ef metnaður er fyrir hendi hjá verslunareigandanum að bjóða upp á fallega og aðlaðandi búð.
Rannsóknir hafa sýnt það að þar sem veggjakrot fær ekki að hanga uppi, heldur sé málað yfir það jafn óðum, þá nenna veggjakrotararnir ekki að eyða orku í að krota þar framar. Því er mjög mikilvægt að málað sé STRAX yfir það sem krotað er á vegginn!
Margir hafa sýnt áhuga á að ganga í félagið til að geta mætt með málningu til að mála yfir krot. En málið er einfaldlega það, að það þarf ekkert félag til að fara út með eina litla málningarfötu og pensil til að mála yfir einn vegg eða svo.
það getur hver sem er tekið smá rölt um bæinn eða í hverfinu sínu með málningu og pensil. Haldi fólk að þetta sé svo mikið mál og dýrt að kaupa þessa málningu þá vil ég benda á það að það fóru ekki nema tæpir 5 lítrar af hvítri málinu á allan laugaveginn.
Að lokum vil ég taka það fram að við í Góðverkasamtökunum Betri Bær gerum stóran greinamun á kroti og listaverkum. við erum miklir áhuga menn um falleg graffiti á réttum stöðum, við teljum það aðeins fegra fallega borg, en þegar það er verið að krota og tagga er það einungis til að skemma. Þetta eru tveir ólíkir hlutir sem fólk má ekki rugla saman
munið, við berum sjálf ábyrgð á því að borgin okkar sé fallega og okkur til sóma!
með bestu kveðju,
Góðgerðarsamtökin Betri Bær"
Sjá einnig nánar á vefsíðu samtakanna