Lokun vegarins háalvarlegt mál

Tugir flutningabíla lokuðu veginum í Ártúnsbrekku í dag. Stórhætta skapaðist, …
Tugir flutningabíla lokuðu veginum í Ártúnsbrekku í dag. Stórhætta skapaðist, segir slökkviliðsstjóri. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að það sé háalvarlegt mál þegar aðalsamgönguæðum borgarinnar er lokað fyrirvaralaust, líkt og gerðist á fjórða tímanum í dag þegar atvinnubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku um stundarsakir. Slíkt geti skapað stórhættu.

Jón Viðar Matthíasson sagði í samtali við mbl.is að síðast þegar mótmælt var með þessum hætti þá hafi slökkviliðið fengið að vita af mótmælunum með góðum fyrirvara, og því hafi slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn getað gert viðeigandi ráðstafanir.

„Hér er farið út í aðgerðir sem þeir láta okkur ekkert vita um. Okkar viðbragðskerfi, bæði hvað varðar sjúkraflutning og slökkvistarf, byggist á því að þær flæðilínur sem við notum dags daglega séu greiðar,“ segir Jón Viðar.

Hann segir að atvinnubílstjórar eigi að þekkja til starfa slökkviliðsins og því sé lágmark að þeir láti vita fyrirfram ef þeir ætla að mótmæla grípa til svona aðgerða.

„Mín trú er sú að þarna hafi menn hlaupið á sig og ekki áttað sig á því hvað þeir voru að gera,“ segir Jón Viðar. Hann segist trúa því og treysta að um einstakt atvik sé að ræða sem hafi verið gert í hugsunarleysi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert