Lokun vegarins háalvarlegt mál

Tugir flutningabíla lokuðu veginum í Ártúnsbrekku í dag. Stórhætta skapaðist, …
Tugir flutningabíla lokuðu veginum í Ártúnsbrekku í dag. Stórhætta skapaðist, segir slökkviliðsstjóri. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðsstjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins seg­ir að það sé háal­var­legt mál þegar aðal­sam­gönguæðum borg­ar­inn­ar er lokað fyr­ir­vara­laust, líkt og gerðist á fjórða tím­an­um í dag þegar at­vinnu­bíl­stjór­ar lokuðu Ártúns­brekku um stund­ar­sak­ir. Slíkt geti skapað stór­hættu.

Jón Viðar Matth­ías­son sagði í sam­tali við mbl.is að síðast þegar mót­mælt var með þess­um hætti þá hafi slökkviliðið fengið að vita af mót­mæl­un­um með góðum fyr­ir­vara, og því hafi slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn getað gert viðeig­andi ráðstaf­an­ir.

„Hér er farið út í aðgerðir sem þeir láta okk­ur ekk­ert vita um. Okk­ar viðbragðskerfi, bæði hvað varðar sjúkra­flutn­ing og slökkvistarf, bygg­ist á því að þær flæðilín­ur sem við not­um dags dag­lega séu greiðar,“ seg­ir Jón Viðar.

Hann seg­ir að at­vinnu­bíl­stjór­ar eigi að þekkja til starfa slökkviliðsins og því sé lág­mark að þeir láti vita fyr­ir­fram ef þeir ætla að mót­mæla grípa til svona aðgerða.

„Mín trú er sú að þarna hafi menn hlaupið á sig og ekki áttað sig á því hvað þeir voru að gera,“ seg­ir Jón Viðar. Hann seg­ist trúa því og treysta að um ein­stakt at­vik sé að ræða sem hafi verið gert í hugs­un­ar­leysi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka