Hópur fólks, sem nefnir sig Góðverkasamtökin betri bæ, fór á stjá í nótt og málaði með hvítri málningu yfir allt veggjakrot á hvítum flötum við Laugaveg í miðborg Reykjavíkur.
Á vefsíðu segjast samtökin vilja, með aðgerðum sínum í nótt, vekja athygli á þeirri sjónmengum sem veggjakrot í bænum er og um leið mótmæla aðgerðarleysi þeirra sem eiga hlut að máli að leyfa því að standa.
„Það krefst hvorki mikillar vinnu né peninga að mála reglulega yfir veggjakrot. Besta leiðin til að sporna við veggjakroti er að leyfa því ekki að standa," segir á vefsíðunni.
Vefsíða Góðgerðarsamtakanna betri bæjar