Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni

Málað yfir veggjakrotið í nótt.
Málað yfir veggjakrotið í nótt.

Hóp­ur fólks, sem nefn­ir sig  Góðverka­sam­tök­in betri bæ, fór á stjá í nótt og málaði með hvítri máln­ingu yfir allt veggjakrot á hvít­um flöt­um við Lauga­veg í miðborg Reykja­vík­ur.

Á vefsíðu segj­ast sam­tök­in vilja, með aðgerðum sín­um í nótt, vekja at­hygli á þeirri sjón­meng­um sem veggjakrot í bæn­um er og um leið mót­mæla aðgerðarleysi þeirra sem eiga hlut að máli að leyfa því að standa.

„Það krefst hvorki mik­ill­ar vinnu né pen­inga að mála reglu­lega yfir veggjakrot. Besta leiðin til að sporna við veggjakroti er að leyfa því ekki að standa," seg­ir á vefsíðunni.

Vefsíða Góðgerðarsam­tak­anna betri bæj­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka