Rætt við einkaaðila um rekstur öldrunardeildar

Frá öldrunardeildinni á Landakoti.
Frá öldrunardeildinni á Landakoti. mbl.is/Kristinn

Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum sagði að í dag hafi verið tekin sú ákvörðun að ganga til viðræðna við annan af tveimur einkaaðilum sem gerðu tilboð í rekstur öldrunardeildar við Landakot.

Björn Zoëga sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að viðræðurnar hæfust eftir helgi. Björn sagði að tilboðin sem bárust hafi verið hærri en svokölluð daggjöld sem heilbrigðisráðuneytið greiðir til reksturs hjúkrunarheimilis af þessari gerð.

„Á móti kemur að við erum að fara fram á aðeins meiri þjónustu og því er þetta ekki alveg sambærilegt," sagði Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert