Í gærkvöldi höfðu um 77.000 manns talið fram til skatts á netinu, en framtalsfrestur rann út í gær.
Þeim fækkar stöðugt sem skila skattframtölum sínum hérlendis á pappír en nú telja rúmlega níu af hverjum 10 fram rafrænt á vef skattstofa landsins.
Opnað var fyrir vefframtöl einstaklinga á vefnum skattur.is 1. mars síðastliðinn og var nokkur aukning í árituðum upplýsingum frá fyrri árum. Almennur frestur til að skila framtölum rann út í gær en hægt var að sækja um frest á netinu og var hann veittur lengst til 2. apríl.