Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að illframkvæmanlegt sé að afnema eingöngu stimpilgjald fólks sem kaupi sína fyrstu íbúð og hið eina rétta sé að afnema gjaldið að fullu.
Í fjármálaráðuneytinu er verið að vinna frumvarp um breytingu á stimpilgjaldi og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi í næstu viku. Jón Steindór segir að breytingar eigi eftir að valda ótrúlegum flækjum. „Hvenær ert þú með fyrstu íbúð og hvenær ekki? Hvernig á að fara með par sem er að taka saman, annað hefur átt íbúð en hitt ekki?“