Aðgerðir á Reykjanesbraut

Flutningabílum var ekið hægt eftir Kringlumýrarbraut í dag og nú …
Flutningabílum var ekið hægt eftir Kringlumýrarbraut í dag og nú er leikurinn endurtekinn á Reykjanesbraut. mbl.is/Júlíus

Flutn­inga­bíl­stjór­ar aka nú á 60 km hraða eft­ir Reykja­nes­braut þar sem há­marks­hraði er 90 km. Þar aka fjór­ir bíl­ar sam­hliða til að hindra framúrakst­ur á vegakafl­an­um þar sem ak­rein­ar eru fjór­ar. Lög­regl­an á Suður­nesj­um fylg­ist með þess­um aðgerðum en það hef­ur mynd­ast tölu­vert löng röð bíla fyr­ir aft­an þá.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um sagði að ekki hefði skap­ast hætta af þess­um aðgerðum en að þetta væri ákaf­lega hvim­leitt. Þess ber að geta að há­marks­hraði flutn­inga­bíla á Reykja­nes­braut er 80 km á klukku­stund.

Bíla­lest­in nálg­ast  nú Strand­ar­heiði og Voga. 

Aðgerðirn­ar hittu á dauðan tíma hjá flugrút­um Kynn­is­ferða og munu að sögn ekki hafa tafið farþega þeirra á leið í flug frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert