Flutningabílstjórar aka nú á 60 km hraða eftir Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Þar aka fjórir bílar samhliða til að hindra framúrakstur á vegakaflanum þar sem akreinar eru fjórar. Lögreglan á Suðurnesjum fylgist með þessum aðgerðum en það hefur myndast töluvert löng röð bíla fyrir aftan þá.
Lögreglan á Suðurnesjum sagði að ekki hefði skapast hætta af þessum aðgerðum en að þetta væri ákaflega hvimleitt. Þess ber að geta að hámarkshraði flutningabíla á Reykjanesbraut er 80 km á klukkustund.
Bílalestin nálgast nú Strandarheiði og Voga.
Aðgerðirnar hittu á dauðan tíma hjá flugrútum Kynnisferða og munu að sögn ekki hafa tafið farþega þeirra á leið í flug frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.