Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis. Segir hann aðalatriðið í því máli, sem nú er til umræðu vegna skipunar dómara, að umboðsmaður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því  máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segi til um.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Vegna spurninga frá fjölmiðlum um þau ummæli, sem fjármálaráðherra lét nýlega falla í bréfi til umboðsmanns Alþingis um störf hans, vil ég taka það  fram að ég ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis í hans mikilvægu störfum. Ég minni jafnframt á að núverandi umboðsmaður var endurkjörinn til starfsins næstu fjögur ár í des. sl. og hlaut við það kjör einróma stuðning Alþingis.

Aðalatriði þessa máls er að mínu mati  að umboðsmaður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því  máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segja til um.

Ég vonast einnig til þess að við frekari meðferð málsins hjá umboðsmanni leysist sá ágreiningur sem nú er uppi og að fullt traust geti ríkt milli þingmanna og ráðherra annars vegar og umboðsmanns Alþingis hins vegar enda er slíkt traust forsenda þess að embætti umboðsmanns Alþingis geti sinnt hlutverki sínu og að álit hans geti verið stjórnsýslunni til halds og trausts."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert