„Við viljum að stjórnvöld grípi til aðgerða til að sporna við verðbólgunni," sagði Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokks í kvöldfréttum RÚV . Hann kallaði eftir þjóðarsátt og sagði að forsendur fjárlaga væru brostnar.
Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson þingmenn Framsóknarflokks hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar alþingis og segja brýnt að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna bágrar stöðu efnahagsmála.