Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu íslenskra heimila

Stjórn Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur lýs­ir yfir áhyggj­um af stöðu ís­lenskra heim­ila í þeim ólgu­sjó er nú geng­ur yfir fjár­magns­markaðinn hér á landi, í álykt­un sem stjórn­in hef­ur sent frá sér.

„Svo virðist sem rík­i­s­tjórn­in hafi látið Seðlabanka Íslands eft­ir stjórn efna­hags­mála á Íslandi. Nýj­ustu aðgerðir Seðlabanka Íslands koma bönk­un­um til góða en vinna á móti ný­gerðum kjara­samn­ing­um. Niðurstaðan er sú að heim­il­in borga fyr­ir bætt­an efna­hag bank­anna, sem aft­ur nýt­ist til að standa við er­lend­ar skuld­bind­ing­ar þeirra vegna þátt­töku í út­rás­ar­verk­efn­um und­an­far­inna ára.

Aðgerðarleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þessu ástandi er í hróp­andi mót­sögn við upp­lif­un al­menn­ings. Við ís­lensk­um heim­il­um blas­ir stór­felld­ur kostnaðar­auki vegna af­borg­ana lána af hús­næði, rekstri fjöl­skyldu­bíls­ins og við inn­kaup á allri mat- og rekstr­ar­vöru.
 
Stjórn Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur spyr um aðgerðir á hús­næðismarkaði. Við stór­felld­an sam­drátt á hús­næðismarkaði stöðvast mörg hjól at­vinnu­lífs­ins er þjón­usta bygg­inga- og hús­næðismarkaðinn.

Fram­sókn­ar­fé­lag Reykja­vík­ur aug­lýs­ir eft­ir efnd­um nú­ver­andi fé­lags­málaráðherra á aðgerðum á hús­næðismarkaði sem talað var um við mynd­un þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar. Aðgerðal­eysi fé­lags­málaráðherra er í anda vinnu­bragða þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, sem kenn­ir sig sjálf Þing­velli, en rétt­ast væri að kenna við strút­inn sem sting­ur hausn­um í sand­inn þegar hætta steðjar að," sam­kvæmt álykt­un stjórn­ar Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert