Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp

Jóhann R. Benediktsson.
Jóhann R. Benediktsson. Kristinn Ingvarsson

Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, hef­ur sagt upp störf­um.  Á frétta­vefn­um Vík­ur­frétt­ir seg­ir að Jó­hann hafi sagt upp í mót­mæla­skyni við þá ráðstöf­un að skipta embætti lög­reglu­stjór­ans upp, þar sem lög­regla yrði sér­stök ein­ing und­ir dóms­málaráðuneyti, og toll­verðir færu und­ir fjár­málaráðuneyti og ör­ygg­is­verðir und­ir sam­gönguráðuneyti.

Á vefn­um seg­ir að sagt hafi verið frá upp­sögn Jó­hanns á fjöl­menn­um fundi með Öss­uri Skarp­héðins­syni, iðnaðarráðherra, um þjóðmá­laum­ræðu sem Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Kefla­vík­ur og ná­grenn­is stóð að í sam­starfi við Miðstöð símennt­un­ar á Suður­nesj­um í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert