Óprúttnir miðlarar reyna að brjóta niður íslenska fjármálakerfið

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Ómar

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, sagði á árs­fundi Seðlabank­ans í dag, að sú at­laga, sem þessa dag­ana væri gerð að ís­lensk­um bönk­um og ís­lenska rík­inu lykti óþægi­lega af því að óprúttn­ir miðlar­ar hafi ákveðið að gera úr­slita­tilraun til að brjóta niður ís­lenska fjár­mála­kerfið.

„Þeim mun ekki tak­ast það. En til álita hlýt­ur að koma að gera alþjóðlega op­in­bera rann­sókn á slíku til­ræði við heil­brigð fjár­mála­kerfi," sagði Davíð og vísaði einnig til þess að síðustu mánuði hefði borið á vafa­samri hegðun á alþjóðleg­um mörkuðum. Ný­leg dæmi væru rógs­her­ferð gegn breska HBOS bank­an­um sem skaðaði hann mikið, þótt tíma­bundið væri, en það mál væri nú í rann­sókn. Þá benti dæmi frá Írlandi í sömu átt.

Fram kom í ræðu Davíðs að skulda­trygg­ingarálag ís­lenska rík­is­ins hækkaði í dag í yfir 400 punkta sem væri frá­leitt. Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á árs­fund­in­um, að fá­rán­leiki skulda­trygg­inga­álags­ins verði aug­ljós þegar litið sé til ís­lenska rík­is­ins, sem sé nán­ast skuld­laust en sé engu að síður sett í sama flokk og stór­skuldug ríki.

Davíð sagði, að fátt bendi til þess að efna­hags­legt vor sé í vænd­um og rétt væri að ganga út frá því sem vísu, að ástandið á fjár­mála­mörkuðum muni lítið lag­ast í bráð. Þótt það kunni að lag­ast fari því fjarri að allt verði eins og áður.

„Hafi menn ekki þegar tekið sér tak er ekki leng­ur neins að bíða. Leita þarf allra leiða til að styrkja lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækj­anna, ekki síst fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna og sam­hliða þarf að skoða markaðsmód­el­in ræki­lega upp á nýtt. Það má segja að á knatt­spyrnu­máli myndi þetta þýða, að nú sé rétt að pakka í vörn og láta sér nægja marks­von með hraðaupp­hlaupi ef tæki­færi bjóðast þrátt fyr­ir allt. Þótt ýkt böl­sýni sé auðvitað til óþurft­ar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyr­ir sjálf­um sér og al­menn­ingi og gefa til kynna að ein­hvers kon­ar töfra­leið sé til út úr þess­um vanda. „Að ljúga að öðrum er ljót­ur vani, að ljúga að sjálf­um sér hvers manns bani”, sagði þar," sagði Davíð.

Ræða Davíðs Odds­son­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert