Samkeppniseftirlitið óskaði eftir gögnum frá Bændasamtökunum

Frá búnaðarþingi nú í mars.
Frá búnaðarþingi nú í mars. mbl.is/Árni Sæberg

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir og fengið gögn frá Bændasamtökunum, meðal annars afrit af öllum fundargerðum og þingskjölum búnaðarþings 2008, afrit af öllum fundargerðum, samþykktum, ályktunum, sáttum, minnisblöðum og tölvupóstum sem hafa verið rituð eftir 1. september á síðasta ári.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bændasamtökunum. Þar segir að á nýafstöðnu búnaðarþingi hafi verið mikil umræða um matarverð á heimsmarkaði, stöðu bænda og horfur í íslenskum landbúnaði. Upphaf þessarar umræðu megi rekja til morgunverðarfundar sem Bændasamtök Íslands boðuðu um málið 6. nóvember 2007 um þróunina elendis og áhrif hennar á íslenska bændur og matarverð hérlendis.

„Í bréfi Samkeppniseftirlitsins er sérstaklega vitnað í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 7. mars síðastliðinn undir fyrirsögninni „Sátt um hækkanir nauðsynleg“. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína, samkvæmt 10. og 12. grein samkeppnislaga.

Bændasamtökin hafa orðið við erindi Samkeppniseftirlitsins. Samtökin telja hins vegar að með málflutningi sínum hafi þau verið að uppfylla þá skyldu sína að gæta hagsmuna bændastéttarinnar og upplýsa neytendur um þróun í verðlagsmálum," segir í yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands, sem Haraldur Benediktsson,  formaður, skrifar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert