Þungt í lögreglumönnum í kjölfar uppsagnar

Jóhann R. Benediktsson tilkynnti að hann hefði óskað eftir fundi …
Jóhann R. Benediktsson tilkynnti að hann hefði óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða starfslok sín. mbl.is/Víkurfréttir

Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri á Suðurnesjum tilkynnti á fundi með lögreglumönnum embættisins að hann hefði óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða starfslok sín, þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar er einnig haft eftir Eyjólfi Kristjánssyni fulltrúa lögreglustjóra að verið væri að brjóta niður áratuga starf með þessari einhliða ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að leysa upp nýsameinað embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglumenn funduðu sín á meðal eftir fundinn og var þungt í þeim hljóðið. Formaður Lögreglufélags Suðurnesja sagði meðal annars að það væri í takt við stemmninguna að ákveðið hafi verið að fresta árshátíð félagsins sem átti að halda þann 19. apríl næstkomandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka