Vatn frá Alcan á velli Keilis

Alcan á Íslandi hefur samið við verktakafyrirtækið Klæðningu um lagningu um 2,3 km langrar vatnsleiðslu frá álverinu í Straumsvík að golfvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og ennfremur um gerð uppistöðulóns á golfvellinum. Kælivatnið úr álverinu hefur hingað til farið beint í sjóinn en verður nú nýtt til að vökva golfvöllinn og greiðir Alcan kostnaðinn við verkið.

Framkvæmdir hófust eftir páska. Karl H. Jónsson, yfirverkstjóri Klæðningar, segir að ljúka eigi 1. áfanga 15. apríl og verkinu í heild 1. október í haust.

Lögð verður niðurgrafin lögn frá álverinu yfir hraunið inn að 8. braut golfvallarins. Þar verður gerð um 1.300 fermetra settjörn, sem verður annars vegar hindrun á golfvellinum og hins vegar nokkurs konar miðlunarlón fyrir vökvunarkerfið. Jafnframt verður byggður dælubrunnur með tveimur dælum til að dæla vatni í tjörnina.

Ólafur Ágústsson, vallarstjóri Keilis, segir Keilismenn vera mjög þakkláta Alcoa fyrir þennan rausnarskap, sem muni lækka rekstrarkostnað á vellinum. Lögnin bjóði líka upp á spennandi kosti varðandi ræktun á grasi, því vatnið sé allt að 20 gráða heitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert