Vegi lokað við Rauðavatn

Flutningabílstjórar lokuðu hringtorgi á Suðurlandsvegi við Rauðavatn.
Flutningabílstjórar lokuðu hringtorgi á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. mbl.is/Ómar

Flutningabílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Rauðavatn á öðrum tímanum í dag en þeir lokuðu nokkrum götum inni í Reykjavík fyrr í dag, þar á meðal Ártúnsbrekku. Þá var um 15 bílum ekið á um 5 km hraða á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þeyttu bílstjórar flautur óspart.

Löng bílaröð, sem skiptir kílómetrum, var á eftir bílunum í Hafnarfirði.

Á annan tug flutningabíla er á Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
Á annan tug flutningabíla er á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka