Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir í uppsveitum á
Suðurlandi.
Á Vesturlandi er verið að hreinsa Bröttubrekku og Svínadal en annars er hálka eða hálkublettir á heiðum og á norðanverðu Snæfellsnesi.
Á Vestfjörðum er verið að opna Steingrímsfjarðarheiði og eins er verið að
hreinsa Klettsháls og Kleifaheiði en annars er víða hált á köflum.
Á Norðurlandi er víðast autt á láglendi allt austur í Eyjafjörð en
hálkublettir á heiðum. Í Þingeyjarsýslum er hins vegar víða skafrenningur eða él og snjóþekja eða hálkublettir á vegum.
Það er verið að opna Vatnsskarð eystra, það fennir á Fjarðarheiði og víða er hálka eða snjóþekja á vegum austanlands.
Á Suðausturlandi er hált milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur en annars
ýmist hálkublettir eða alveg autt.