Á hálendinu er veður víðast hvar ákaflega fallegt. Ljósmyndari Morgunblaðsins er í för með jeppamönnum inn við Ljótapoll skammt frá Landmannalaugum þar sem þessi mynd var tekin klukkan rúmlega ellefu í morgun.
Mikið hefur snjóað og mun færið vera jeppamönnum þungt en búið er að ryðja slóð upp að skálanum í Landmannalaugum og hún fær minni jeppum.
Færið mun þó henta snjósleðafólki best en langt er síðan svo mikill snjór hefur sést í Landmannalaugum. 40 manns gistu í skálanum í nótt en á meðal þeirra var hópur hollenskra gönguskíðamanna.