Enginn samblástur gegn Jóhanni

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ir það alrangt, sem hann hafi lesið á blogg­um, að sam­starf þeirra Jó­hanns Bene­dikts­son­ar, sýslu­manns í Kefla­vík, hafi verið allt annað en gott og að Björn hafi verið með sam­blást­ur gegn hon­um.

Jó­hann sagðist í gær ætla að ræða um starfs­lok sín við dóms­málaráðherra vegna fyr­ir­hugaðra skipu­lags­breyt­inga á embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Sagði Jó­hann, að hann muni ekki taka þátt í að leysa í sund­ur það viðkvæma gang­verk sem hafi tekið lang­an tíma að setja sam­an og skilað metár­angri.

Björn seg­ir á heimasíðu sinni, að ráðuneytið hafi mótað framtíðar­stefnu fyr­ir embættið, eft­ir að hafa fengið til­lög­ur frá því, sem sýndi það í fjár­hags­leg­um ógöng­um miðað við fjár­lög 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert