Skip Landhelgisgæslunnar er á leið til hafnar með skuttogarann Örvar HU-2 í togi eftir að togarinn fékk veiðarfæri í skrúfuna á Eldeyjarbanka um 25 sjómílur frá landi upp úr miðnætti í gær.
Að sögn Landhelgisgæslunnar gæti sjólag verið betra og því sækist ferðin seint en farið verður með Örvar til hafnar í Hafnarfirði og er þetta er ritað voru skipin stödd fyrri utan Garðskaga og reiknað er með að skipin nái til Hafnarfjarðar eftir 5 tíma.